Workshops&Seminars

Back to All Events

Helgarnámskeið með Claudia Fugazza á Íslandi!!


Helgarnámskeið með Claudia Fugazza í "Do as I do"

Endilega skráið ykkur á þetta spennandi námskeið þar sem þið lærið að nota skemmtilegu þjálfunar aðferðina "Do as I do".

Claudia Fugazza vinnur við háskólann í Budapest þar sem hún ásamt teymi hennar eru með spennandi rannsóknarvinnu tengda hundum og hvernig þeir muna og hugsa.

Hér er heimasíðan hennar: http://www.doasido.it/

YouTube: https://www.youtube.com/channel/UC40ktPZovMjkswsXxVB7NWg


Facebook Viðburður: https://www.facebook.com/events/149578302447270/


Claudia hefur þróað þjálfunar aðferðina “Do as I do” sem byggir á að hundar læra með því að fylgjast með því hvað við gerum og herma svo eftir. Þegar hundurinn getur lært á þennann hátt og við höfum kennt hundinum ákveðnar reglur í sambandi við það, þá getum við kennt hundinum nýjar æfingar eða nýtt atferli á met hraða.

Do as I do byggir á “social learning” sem er að hundurinn lærir á félagslegan hátt. Mjög einfaldlega útskýrt þá hermir hundurinn eftir okkur.

Ég hef skipulagt námskeið með Claudia í Danmörk síðan 2014 og kynnt aðferðir hennar í Norðurlöndunum. Hún hefur ferðast um allann heiminn með námskeið.

Þessi þjálfunar aðferð er í persónulegu uppáhaldi hjá mér þar sem mér finnst alveg frábært að upplifa hvernig hún styrkir sambandið á milli hunds og manneskju.

Námskeiðið er haldið á Dýraspítalanum í Garðabæ helgina 1 - 2. Desember 2018.


Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa áhuga á hundum og einnig þeim sem vinna faglega með hundum.

Verð er: 28.900.-

Innifalið er: Kaffi/te, léttur hádegisverður og kaka og ávextir.

Skráning er hjá Mallý:
E-póstur - minpuli@gmail.com
Sími Íslenskur: 7746637


46093442_1947180078652450_9063644960485539840_o.jpg

Write here… 

46040701_1947179755319149_3886764941239123968_n.jpg